Stórt tap hjá Hamri-Þór

Gígja Marín Þorsteinsdóttir skoraði 5 stig fyrir Hamar-Þór. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar-Þór tapaði stórt gegn Ármanni á útivelli í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Ármann leiddi frá fyrstu mínútu og staðan eftir 1. leikhluta var 20-16. Forskot Ármanns jókst þegar leið á 3. leikhlutann en staðan í hálfleik var 47-31. Þriðji fjórðungurinn var jafn en Hamri-Þór gekk illa í 4. leikhluta, bæði í vörn og sókn og lokatölur urðu 94-56.

Astaja Tyghter var sem fyrr lykilmanneskjan í leik Hamars-Þórs með 23 stig og 18 fráköst.

Hamar-Þór er í 8. sæti deildarinnar með 2 stig en Ármann er í 2. sæti með 6 stig.

Tölfræði Hamars-Þórs: Astaja Tyghter 23/18 fráköst, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 11, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 8/5 fráköst, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 6, Berglind Karen Ingvarsdottir 5/5 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 3, Gígja Rut Gautadóttir 4 fráköst/4 varin skot.

Fyrri greinHræðileg hátíðarstemning í Þorlákshöfn
Næsta greinÚtisigrar hjá Hamri og Selfossi