Stórt tap hjá Hamri

Hamarsmenn töpuðu 0-5 á Grýluvelli þegar þeir fengu BÍ/Bolungarvík í heimsókn í 2. deild karla í knattspyrnu í dag.

Vestfirðingarnir voru sterkari aðilinn í leiknum og leiddu 0-1 í hálfleik. Þeir bættu síðan við fjórum mörkum til viðbótar í síðari hálfleik án þess að Hamarsmenn fengju rönd við reist. Tveir leikmenn Hamars fengu reisupassann í seinni hálfleik.

Með sigrinum fór BÍ/Bolungarvík í toppsætið en Hamar er í 9. sæti deildarinnar.