Stórt tap gegn toppliðinu

Kvennalið Hamars ásamt Karli Ágústi Hannibalssyni, þjálfara. Ljósmynd/Hamar

Kvennalið Hamars tapaði stórt þegar liðið fékk topplið Fjölnis í heimsókn í Frystikistuna í Hveragerði í gær.

Fjölnir tók leikinn strax í sínar hendur, staðan var 8-22 eftir rúmlega fimm mínútna leik og í hálfleik leiddi Fjölnir 20-52.

Munurinn jókst jafnt og þétt í seinni hálfleik og lokatölur urðu 46-99.

Jenny Harðardóttir var stigahæst hjá Hamri með 15 stig og 7 fráköst. Íris Ásgeirsdóttir skoraði 8 stig og Gígja Marín Þorsteinsdóttir 6.

Fjölnir hefur 26 stig í toppsæti deildarinnar en Hamar er með 4 stig í botnsætinu.