Stórt tap á heimavelli

Hamar fékk skell þegar Fjölnir kom í heimsókn í Frystikistuna í Hveragerði í 1. deild kvenna í körfubolta í dag.

Leikurinn var jafn í 1. leikhluta en Hamri gekk ekkert að skora í 2. leikhluta og staðan var 26-42 í leikhléi. Fjölniskonur bættu svo jafnt og þétt við forskot sitt í síðari hálfleiknum og unnu að lokum öruggan sigur, 54-95.

Hamar er í 6. sæti deildarinnar með 10 stig en Fjölnir er í 2. sæti með 32 stig.

Tölfræði Hamars: Helga Sóley Heiðarsdóttir 13, Þórunn Bjarnadóttir 12/5 stoðsendingar, Bjarney Sif Ægisdóttir 10/5 fráköst, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 9/16 fráköst/5 stoðsendingar, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 5, Fríða Margrét Þorsteinsdóttir 3, Adda María Óttarsdóttir 2.

Fyrri greinAnton Kári leiðir D-listann í Rangárþingi eystra
Næsta greinTómas Ellert leiðir lista Miðflokksins í Árborg