Stórt tap á heimavelli

Álfhildur Þorsteinsdóttir skoraði 9 stig og tók 9 fráköst. Ljósmynd/Benóný Þórhallsson

Hamar steinlá gegn Tindastóli í öðrum leik liðanna á tveimur dögum í 1. deild kvenna í körfubolta. Lokatölur í Hveragerði í dag urðu 41-71.

Fyrsti leikhlutinn var jafn en Hamar skoraði aðeins 4 stig í 2. leikhluta og staðan var 18-27 í leikhléi. Áfram var jafnræði með liðunum í upphafi seinni hálfleiks en í síðasta fjórðungnum setti Tindastóll í fluggírinn og skoraði 31 stig gegn 11 stigum Hamars.

Hamar er í 7. sæti deildarinnar með 2 stig en Tindastóll í 5. sæti með 6 stig.

Tölfræði Hamars: Íris Ásgeirsdóttir 19/5 fráköst, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 8/12 fráköst/6 stoðsendingar/8 stolnir, Perla María Karlsdóttir 6, Dagrún Inga Jónsdóttir 4, Adda María Óttarsdóttir 2, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 2/8 fráköst, Fríða Margrét Þorsteinsdóttir 6 fráköst.
Fyrri greinNaumt tap á heimavelli
Næsta grein„Við hefðum getað klárað þetta“