Stórsigur Þórs í bikarnum

Halldór Garðar Hermannsson skoraði 14 stig og sendi 8 stoðsendingar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn vann öruggan útisigur á Snæfelli í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik í dag, 61-90 í Stykkishólmi.

Leikurinn var jafn í 1. leikhluta en í 2. leikhluta héldu Þórsarar heimamönnum í 5 stigum og skoruðu sjálfir 26. Staðan var 26-50 í leikhléi.

Þór hafði frumkvæðið í seinni hálfleik og Snæfellingar náðu ekki að ógna forskoti þeirra.

Halldór Garðar Hermannsson átti góðan leik fyrir Þór og var stigahæstur með 24 stig og Kinu Rochford var sömuleiðis öflugur en allir leikmenn Þórs komust á blað í leiknum.

Tölfræði Þórs: Halldór Garðar Hermannsson 23/4 fráköst/5 stoðsendingar, Nikolas Tomsick 11/6 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 10, Emil Karel Einarsson 10, Kinu Rochford 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 8, Sæmundur Þór Guðveigsson 7, Magnús Breki Þórðason 5, Benjamín Þorri Benjamínsson 5, Styrmir Snær Þrastarson 2/7 fráköst.

Fyrri greinHamar tapaði heima
Næsta grein„Eigum að klára þessa leiki“