Stórsigur Selfosskvenna í Grafarvogi

Kvennalið Selfoss vann stórsigur á Fjölni í Grafarvogi í Lengjubikar kvenna í dag, 5-0. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði þrennu fyrir Selfoss.

Selfyssingar voru sterkari í byrjun leiks og Guðmunda skorað tvö fyrstu mörk liðsins. Dagný Hróbjartsdóttir skoraði síðan þriðja markið fyrir leikhlé.

Mörkin létu á sér standa framan af síðari hálfleik þó að færin væru mýmörg.
Á 70. mínútu kórónaði Guðmunda þrennuna og á lokakaflanum innsiglaði Anna María Friðgeirsdóttir stórsigur Selfoss með fimmta marki liðsins.

Fyrri greinFlóðahætta ef sprungan færist
Næsta greinLaugdælir í undanúrslit