Stórsigur Selfoss í fyrsta leik

Kvennalið Selfoss lék sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum í knattspyrnu í dag og vann stórsigur á ÍR, 6-1.

Anna María Friðgeirsdóttir kom Selfyssingum yfir á 23. mínútu en ÍR jafnaði leikinn rúmum tíu mínútum síðar. Selfoss komst aftur yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks og þar var að verki Íris Sverrisdóttir.

Selfyssingar voru mun sterkari aðilinn í síðari hálfleik og þegar tæpar fimmtán mínútur voru liðnar af honum kom Thelma Sif Kristjánsdóttir Selfoss í 3-1.

Mörkin komu á færibandi á lokakaflanum en Guðbjörg Una Hallgrímsdóttir, Kristrún Rut Antonsdóttir og Fransiska Jóney Pálsdóttir bættu þá allar við mörkum og lokatölur urðu 6-1.

Næsti leikur Selfoss í riðlinum er ekki fyrr en 9. apríl þegar liðið tekur á móti Sindra á Selfossvelli.