Stórsigur í bikarnum

Hamarsmenn voru í fínu formi þegar þeir tóku á móti ÍA í 32-liða úrslitum Powerade-bikars karla í körfubolta í gærkvöldi. Hvergerðingar sigruðu 110-68.

Hamar tók völdin strax í 1. leikhluta og komst í 19-7 en staðan var 27-13 að tíu mínútum liðnum. Yfirburðirnir héldu áfram í 2. leikhluta sem Hamar hóf á 12-2 áhlaupi en þá var staðan orðin 39-15. Staðan var 61-30 í hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var jafnari en Hamar jók forskotið í báðum leikhlutunum og sigraði að lokum með 42 stiga mun.

Jerry Hollis var í gríðarlegu stuði í gærkvöldi, skoraði 30 stig, tók 16 fráköst, sendi 6 stoðsendingar, stal 5 boltum og varði 4 skot. Hann var með 52 í framlag í leiknum. Halldór Gunnar Jónsson skoraði 17 stig, Þorsteinn Már Ragnarsson og Örn Sigurðarson 15, Ragnar Nathanaelsson skoraði 8 stig, tók 12 fráköst og varði 3 skot.

Bjartmar Halldórsson skoraði 8 stig, Lárus Jónsson 7, Hallgrímur Brynjólfsson og Hjalti Valur Þorsteinsson og þeir Eyþór Heimisson og Mikael Rúnar Kristjánsson skoruðu báðir 2 stig en Mikael stal 5 boltum að auki.

Fyrri greinBílvelta við Þingvelli
Næsta greinGunnsteinn R: Unnið af heilindum fyrir alla