Stórsigur á liðinu í 4. sæti

FSu, sem er í 2. sæti 1. deildar karla í körfubolta, valtaði hreinlega yfir liðið í 4. sæti í Iðu í kvöld, en Skagamenn komu í heimsókn á Selfoss.

Lokatölur urðu 102-59 en FSu tók leikinn í hendur sínar strax í 1. leikhluta. Staðan í hálfleik var 45-33. Selfyssingarnir gáfu svo allt í botn í 3. leikhluta, unnu fjórðunginn 31-9 og gátu farið áhyggjulausir inn í lokaleikhlutann. Staðan var orðin 76-42 þegar 4. leikhluti hófst og lokatölur urðu 102-59.

Collin Pryor skoraði 28 stig fyrir FSu, Erlendur Stefánsson 18, Ari Gylfason 15, Maciej Klimaszewski 10, Geir Helgason 9, Birkir Víðisson 8, Hlynur Hreinsson og Svavar Ingi Stefánsson 5 og Fraser Malcom 4. Maciej og Svavar voru frákastahæstir með 11 fráköst.

FSu er með 18 stig í 2. sæti deildarinnar og er fjórum stigum á eftir Hetti sem situr í toppsætinu.

Fyrri greinStofna öldungaráð í Árborg
Næsta greinHyggjast sauma margnota innkaupapoka í staðinn