Kvennalið Selfoss hóf keppni í 1. deildinni í körfubolta í kvöld þegar liðið heimsótti Vestra á Ísafjörð. Þetta var ójafn leikur sem Selfoss vann með 50 stiga mun, 56-106.
Selfoss náði góðu forskoti strax í 1. leikhluta og staðan í hálfleik var 26-55. Munurinn jókst enn frekar í 3. leikhluta og Selfyssingar héldu fullum dampi allt til loka.
Valdís Una Guðmannsdóttir var stigahæst Selfyssinga með 24 stig, Jessica Tomasetti var með þrefalda tvennu; 22 stig, 15 fráköst og 13 stoðsendingar og Mathilde Sorensen skoraði 20 stig.
Fyrsti heimaleikur Selfoss verður 22. október þegar Snæfell kemur í heimsókn í Vallaskóla.
Tölfræði Selfoss: Valdís Una Guðmannsdóttir 24, Jessica Tomasetti 22/15 fráköst/13 stoðsendingar, Mathilde Boje Sorensen 20/5 stolnir, Vilborg Óttarsdóttir 10/9 fráköst, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 10/10 fráköst, Heiður Hallgrímsdóttir 6/7 fráköst, Anna Katrín Víðisdóttir 5, Sigríður Svanhvít Magnúsdóttir 4/5 fráköst, Perla María Karlsdóttir 3/7 fráköst, Andrea Líf Gylfadóttir 2.

