Stórsigur á Fjölni

Hamar vann góðan sigur á Fjölni í Hveragerði í dag þegar liðin mættust í Iceland Express-deild kvenna.

Hamarskonur voru mun sterkari frá upphafi leiks og leiddu í hálfleik, 53-32. Munurinn jókst enn frekar í seinni hálfleik en lokatölur voru 102-76.

Jaleesa Butler var stigahæst hjá Hamri með 30 stig og 21 frákast. Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 22 stig, Fanney Guðmundsdóttir 16 og Slavica Dimovska 14.

Hamarskonur eru einar á toppi deildarinnar, ósigraðar í fyrstu níu leikjum deildarinnar.