Stórsigur á Egilsstöðum

Kvennalið Selfoss styrkti stöðu sína í efsta sæti B-riðils 1. deildarinnar með 1-6 sigri á Hetti á Egilsstöðum í dag.

Selfoss leiddi 1-2 í hálfleik eftir mörk frá Dagnýju Hróbjartsdóttur og Önnu Maríu Friðgeirsdóttur.

Í síðari hálfleik sótti Selfoss látlaust að marki Hattar og Katrín Ýr Friðgeirsdóttir skoraði þá þrennu auk þess sem Anna María bætti við öðru marki.

Selfossliðið er ennþá taplaust, með 27 stig á toppi riðilsins að loknum níu umferðum. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn ÍR þann 19. júlí. Sigur í þeim leik tryggir liðinu endanlega sæti í úrslitakeppninni.