Stórlið ÍBV á Helluvelli í dag

Í dag mun Knattspyrnufélag Rangæinga standa fyrir fótboltaveislu á Helluvelli þar sem meistaraflokkar KFR og ÍBV munu m.a. eigast við.

Veislan hefst kl. 13:30 en allir krakkar í 7., 6. og 5. flokki KFR geta mætt á æfingu. Þar munu þjálfarar og leikmenn ÍBV ásamt þjálfurum KFR vera með fjölbreyttar æfingar, m.a. markmannsæfingar.

Eftir æfinguna fá allir krakkar grillaðar pylsur og kl. 16:00 munu svo meistaraflokkar KFR og ÍBV leiða saman hesta sína.

Fyrri greinHK og Haukar með sigra
Næsta greinStaðbundin þekking er mikilvæg