Stórleikur í Hveragerði í kvöld

Örlög Rangæinga í 2. deild karla í knattspyrnu gætu ráðist í kvöld þegar liðið heimsækir Hamar í Hveragerði. Leikurinn hefst kl. 18:30.

Rangæingar eru á botni deildarinnar með 6 stig þegar fimm umferðir eru eftir af deildinni. Tapi þeir leiknum í kvöld geta þeir ekki komist uppfyrir Hamar á töflunni en geta jafnað Gróttu að stigum. Ef KFR tapar gegn Hamri og Grótta nær í stig gegn Reyni Sandgerði í kvöld eru Rangæingar fallnir.

Fyrri leik liðanna á Hvolsvelli lauk með 1-1 jafntefli þar sem Hvergerðingar skoruðu bæði mörk leiksins, Aron Smárason fyrir Hamar og Arnþór Kristinsson jafnaði fyrir KFR með sjálfsmarki.