Stórleikur í Höfninni í kvöld

Þór og Laugdælir eigast við í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn er í Þorlákshöfn kl. 19:15.

Þórsarar eru taplausir á toppi deildarinnar en Laugdælir í 8. sæti með tvo sigra.

Á sama tíma mætast liðin í 3. og 4. sæti, FSu og Skallagrímur í Iðu.

Á morgun heimsækir kvennalið Hamars Snæfell í Iceland Express-deild kvenna en leikurinn hefst kl. 15 í Stykkishólmi.