Stórleikur í 1. umferð bikarsins

Búið er að draga í fyrstu tvær umferðir Bikarkeppni KSÍ. Stórleikur 1. umferðar verður háður á Þorlákshafnarvelli.

Þar mætast hinir fornu fjendur, Þór Þorlákshöfn og Stokkseyri. Sigurliðið úr þessum leik fær 1. deildarlið Fjölnis í heimsókn.

Gnúpverjar taka á móti Þrótti Vogum og sigurvegarinn úr þeirri rimmu mætir annað hvort Elliða eða Birninum. Hamar fær Vængi Júpiters í heimsókn og með sigri heimsækja Hvergerðingar Hómer eða Augnablik í 2. umferð.

Ægismenn heimsækja Ísbjörninn í Grafarvoginn og sigurliðið úr þeim leik mætir Víkingi Ólafsvík. Árborg fær Víði Garði í heimsókn og liðið sem sigrar í þeim leik mætir annað hvort KFR eða KB, sem eigast við í 1. umferð rétt eins og í fyrra.

Bikarkeppnin hefst þann 1. maí en 32-liða úrslitin verða leikin fyrstu vikuna í júní.

Fyrri greinKlippt af fjórum bílum
Næsta greinMálþing um stefnumótun í málefnum fatlaðra