Stórleikur á Selfossvelli

Selfoss og ÍBV mætast kl. 17:15 í dag í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í leik sem getur ráðið miklu um framhaldið hjá liðunum.

Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu gríðarlega mikilvægur þessi leikur er fyrir bæði lið. Eyjamenn þurfa nauðsynlega á sigri að halda ef þeir ætla sér að eiga möguleika á Íslandsmeistaratitlinum og á sama tíma þurfa Selfyssingar stigin 3 til þess að eiga von um að halda sér í deild hinna bestu.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Suðurland FM sem að næst í Vestmannaeyjum á bylgjulengdinni FM 95,3 eða á www.963.is á netinu. Það verður fyrrum tengdasonur Vestmannaeyja, Magnús Kjartan Eyjólfsson, sem sér um lýsinguna á leiknum og ætlar hann sér að fá leikmenn og þjálfara liðanna í spjall áður en flautað verður til leiks.

Þeir sem ekki eiga heimangengt á leikinn eru hvattir til að stilla viðtæki sín rétt og styðja sína menn í huganum.