Stórleikur á Selfossi í kvöld

FSu og Þór Þ. mætast í Iðu í kvöld kl. 19:15 í toppslag 1. deildar karla í körfubolta.

Með sigri eru Þórsarar langt komnir með að tryggja sér sigurinn í deildinni en þeir sigruðu í fyrri viðureign liðanna, 88-77, eftir hörkuleik. Ólíklegt verður að teljast að Þórsarar hrökkvi af beinu brautinni en þeir hafa sigrað í öllum leikjum sínum í vetur.

Á sama tíma mætast Laugdælir og Skallagrímur í Borgarnesi og í Iceland Express-deild karla fá Hamarsmenn Fjölni í heimsókn.

Á morgun, laugardag, er svo stórleikur í Iceland Express-deild kvenna þegar Hamar tekur á móti Keflavík kl. 16:00.

Fyrri grein„Séð og jarmað” hleypt af stokkunum
Næsta greinEndanleg ákvörðun er skipstjórans