Stórleikir framundan í bikarnum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag var dregið í 16-liða úrslit í bikarkeppni karla og kvenna í handbolta. Bæði Selfossliðin fá verðug verkefni.

Karlalið Selfoss dróst á móti ÍR, sem er í toppsæti Grill-66 deildarinnar. Leikurinn fer fram á heimavelli ÍR í Austurbergi í Breiðholti.

Kvennalið Selfoss fær heimaleik gegn sterku liði Hauka sem situr í 4. sæti Olísdeildarinnar.

Leikirnir í 16-liða úrslitunum fara fram 16. og 17. febrúar næstkomandi.

Fyrri greinÖruggur sigur í upphafi árs
Næsta greinFíkniefni og fjármunir fundust í heimahúsi