„Stórkostlegt að taka þátt í þessu“

Tveir Sunnlendingar kepptu í dag á Norðurlandameistaramóti unglinga í frjálsum íþróttum sem fram fer á Akureyri um helgina.

Hreinn Heiðar Jóhannsson varð 5. í hástökki með stökk upp á 1,93 m og Dagur Fannar Magnússon varð í 7. sæti í sleggjukasti þegar hann kastaði 6 kílóa sleggjunni 44,79 m.

„Ég ætlaði að rembast við 50 metrana en var eitthvað stífur og ruglaður. Ég er samt alveg ánægður með þetta og það er gaman að taka þátt í svona stóru móti,“ sagði Dagur í samtali við sunnlenska.is. „Þetta er fyrsta stórmótið hjá okkur öllum hérna og það er bara stórkostlegt að fá að taka þátt í þessu.“

Fyrri greinHamar tapaði í Ólafsvík
Næsta greinÁrborg í góðum málum