Stór stig fyrir Ægi

Sigurður Óli Guðjónsson, skoraði fyrir Ægi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir vann öruggan og gríðarmikilvægan sigur á Augnabliki í toppbaráttu 3. deildar karla í knattspyrnu á Þorlákshafnarvelli í kvöld.

Cristofer Rolin kom Ægi yfir strax á 7. mínútu og um miðjan fyrri hálfleikinn tvöfaldaði Dimitrije Cokic forystu Ægis. Staðan var 2-0 í hálfleik og þannig stóðu leikar allan seinni hálfleikinn, þangað til Brynjólfur Þór Eyþórsson tryggði Ægi 3-0 sigur fjórum mínútum fyrir leikslok.

Ægir er nú í 3. sæti deildarinnar með 20 stig, einu stigi á eftir Augnabliki sem er í 2. sæti.

Fyrri greinSelfoss tapaði nýliðaslagnum
Næsta greinDagur íslenska fjárhundsins á netinu