Stokkseyringar töpuðu í Borgarnesi

Örvar Hugason skoraði fyrir Stokkseyri. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stokkseyri tapaði 2-1 þegar liðið heimsótti Skallagrím í Borgarnes í 4. deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Heimamenn skoruðu tvívegis í fyrri hálfleik og staðan var 2-0 í leikhléi. Seinni hálfleikur var í járnum lengst af en Örvar Hugason minnkaði metin fyrir Stokkseyringa með marki úr vítaspyrnu á 73. mínútu. Skömmu síðar fékk Ísak Breki Jónsson sitt annað gula spjald og manni færri náðu Stokkseyringar ekki að skora jöfnunarmarkið.

Stokkseyri er í 5. sæti B-riðilsins með 13 stig en Skallagrímur lyfti sér upp í 3. sætið með sigrinum og hefur 17 stig.

Fyrri greinFramboðslisti Miðflokksins samþykktur
Næsta greinFjórhjól valt í Skaftárdal