Stokkseyringar töpuðu í Vogunum

Stokkseyri tapaði 2-0 þegar liðið heimsótti Þrótt Vogum í 4. deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Stokkseyringar vörðust vel í leiknum en fengu á sig mark eftir varnarmistök á 17. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik.

Þegar um fimmtán mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu Stokkseyringar dæmda á sig vítaspyrnu þegar Einar Ingi Jónsson fékk boltann í hendina. Stokkseyringar voru ósáttir við dóminn en yfirvaldinu varð ekki haggað og Þróttarar skoruðu 2-0 úr vítaspyrnunni.

Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum en í uppbótartíma fékk Erling Ævarr Gunnarsson að líta rauða spjaldið fyrir að ýta við leikmanni Þróttar og verður hann því í leikbanni þegar Stokkseyri tekur á móti Afríku á þriðjudaginn.

Fyrri greinFyrsta tap Selfoss í deildinni
Næsta greinHeimaleikur gegn Haukum í kvöld