Stokkseyringar komu fjötrum á Fenri

Örvar Hugason skoraði tvívegis fyrir Stokkseyri. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stokkseyringar unnu annan leikinn í röð í C-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í dag þegar þeir heimsóttu Fenri í Breiðholtið í Reykjavík.

Fenrismenn komust yfir á 18. mínútu en Hr. Stokkseyri, Örvar Hugason, jafnaði metin á 44. mínútu og staðan var 1-1 í hálfleik.

Það var hart barist í síðari hálfleik en Sigurður Kristján Nikulásson kom Stokkseyringum yfir á 68. mínútu og reyndist það sigurmark leiksins.

Stokkseyri er með 6 stig í 6. sæti riðilsins en Fenrir er án stiga í botnsætinu.