Stokkseyringar flengdir á Selfossi

Lið Stokkseyrar fékk slæma útreið þegar það mætti KFS í C-deild Lengjubikars karla á Selfossi í dag. Eyjamenn höfðu betur, 0-7.

Leikurinn var markalaus allt fram á 25. mínútu þegar KFS skoraði þrjú mörk á tólf mínútna kafla og staðan var 0-3 í hálfleik.

Fjórða mark KFS leit dagsins ljós á 49. mínútu og þeir bættu svo þremur mörkum við á síðustu fimmtán mínútum leiksins.

Þetta var annar leikur Stokkseyringa í riðlinum og sitja þeir nú á botni hans án stiga með markatöluna 0-10.

Fyrri greinStaður fyrir gesti og gangandi
Næsta greinHvetja stjórnvöld til aðgerða