Stokkseyringar felldu ekki Ísbjörninn

Stokkseyringar sóttu Ísbjörninn heim í Kópavoginn í 4. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur urðu 2-0, Ísbirninum í vil.

Fyrri hálfleikur var markalaus en Ísbjörninn komst yfir á 55. mínútu og heimamenn bættu svo við öðru marki úr vítaspyrnu á 78. mínútu.

Eftir fjóra leiki er Stokkseyri í 5. sæti riðilsins með 4 stig.

Fyrri greinLeitað fram á nótt í Fljótshlíð
Næsta greinLeituðu fram undir morgun