Stokkseyringar byrja af krafti

Jón Jökull Þráinsson skoraði glæsilegt mark. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stokkseyri vann góðan sigur á Berserkjum á útivelli í C-deild deildarbikars karla í knattspyrnu á Víkingsvellinum í Fossvogi í kvöld.

Luis Lucas kom Stokkseyringum yfir í fyrri hálfleik og staðan var 0-1 í leikhléi. Jón Jökull Þráinsson tvöfaldaði forskot Stokkseyringa með glæsilegri bakfallsspyrnu í seinni hálfleik áður en Luis kom Stokkseyri í 0-3 með þrumuskalla.

Berserkir klóruðu í bakkann í lokin svo að lokatölur urðu 1-3.

Þetta var fyrsti leikur riðils 2 í C-deildinni og því sjálfgefið að Stokkseyringar tylla sér í toppsætið. Aðrir andstæðingar þeirra í riðlinum eru Afríka, Árborg og Vængir Júpíters.

Fyrri greinSex mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur
Næsta greinHann Tóti tölvukall