Stokkseyringar bitnir af Úlfunum

Trausti Eiríksson, Eysteinn Orri Valsson og Hjalti Jóhannesson höfðu nóg að gera í vörninni hjá Stokkseyri. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stokkseyri tapaði nokkuð sannfærandi gegn Úlfunum í 4. deild karla í knattspyrnu á Stokkseyrarvelli í kvöld. Lokatölur urðu 1-5.

Úlfarnir voru aðgangsharðir í fyrri hálfleik en það voru hins vegar Stokkseyringar sem komust yfir. Daníel Guðmundsson skoraði um miðjan fyrri hálfleikinn eftir frábærlega vel útfærða skyndisókn. Úlfarnir jöfnuðu skömmu síðar og komust svo yfir áður en hálfleikflautan gall, 1-2 í leikhléi.

Gestirnir voru sterkari í seinni hálfleiknum og bættu við þremur mörkum án þess að Stokkseyringar næðu að svara fyrir sig.

Stokkseyri situr áfram í 7. sæti B-riðils 4. deildar með 4 stig en með sigrinum lyftu Úlfarnir sér upp í 4. sætið og hafa 10 stig.

Fyrri greinUngversk/íslensk samvinna á sumarsýningu Listasafnsins
Næsta greinRíkið fellur frá forkaupsrétti Fjaðrárgljúfurs