Stokkseyri varð af mikilvægum stigum

Þórhallur Aron Másson var stífdekkaður af Skallagrímsmönnum - en náði samt að skora. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stokkseyri varð af mikilvægum stigum þegar Skallagrímur kom í heimsókn á Stokkseyri í 4. deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Gestirnir komust yfir á 18. mínútu leiksins og staðan var 0-1 í hálfleik. Þórhallur Aron Másson jafnaði metin á 2. mínútu seinni hálfleiks en aðeins mínútu síðar komst Skallagrímur aftur yfir, og annað mark fylgdi frá þeim fimm mínútum síðar.

Stokkseyringar reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn og Trausti Eiríksson kom boltanum í netið á 87. mínútu en nær komust heimamenn ekki. Lokatölur 2-3.

Stokkseyri er í 7. sæti B-riðils með 3 stig en Skallagrímur situr nú í 4. sæti með 6 stig.

Fyrri greinHamar byrjar vel gegn Vestra
Næsta greinBogi, ef þú lest þetta, þú ert frábær!