Stokkseyri upp í 5. deild

Stokkseyringar drógu vígtennurnar úr nágrönnum sínum í Ægi þegar þeir réðu Arilíus Óskarsson og Þorkel Þráinsson þjálfara í vetur, en báðir hafa verið lykilmenn í sterku liði Ægis. Ljósmynd/Stokkseyri

Stokkseyringar munu leika í 5. deild karla í knattspyrnu í sumar en ekki í utandeild KSÍ eins og til stóð.

„Því miður er ekki hægt að skrifa þetta á frábæran árangur nýrra þjálfara. Staðreyndin er sú að Álafoss dró sig úr keppni á Íslandsmótinu og við fáum sæti þeirra í 5. deildinni. Það breytir því þó ekki að það er jafnvel tilefni til þess að halda lokahóf um helgina,“ sagði Arilíus Óskarsson, annar þjálfara Stokkseyrar, léttur í samtali við sunnlenska.is.

Arilíus tók við þjálfun liðsins í vetur ásamt Þorkeli Þráinssyni en þeir verða báðir spilandi þjálfarar á Stokkseyri.

Fimmta deildin er ný deild á Íslandsmótinu sem spiluð er í tveimur átta liða riðlum og tvö efstu liðin fara í úrslitakeppni. Stokkseyri er með Hamri í A-riðlinum en KFR er í B-riðlinum.

Fyrri greinSelfyssingarnir í Biobú með nýja vörulínu
Næsta greinGul viðvörun: Stormur á Suðurlandi