Stokkseyri tapaði fyrir Birninum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stokkseyri tapaði 3-0 þegar liðið heimsótti Björninn í Grafarvogi í 4. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi.

Bjarnarmenn skoruðu tvö mörk með stuttu millibili um miðjan fyrri hálfleikinn og staðan var 2-0 í leikhléi.

Stokkseyringum tókst ekki að minnka muninn í seinni hálfleik en Björninn bætti við marki úr vítaspyrnu á 73. mínútu leiksins og lokatölur urður 3-0.

Staðan í B-riðli 4. deildar er þannig að Björninn er í toppsæti riðilsins með 7 stig en Stokkseyri er í 4. sæti með 4 stig.

Fyrri grein„Mikilvægt að hafa þjálfara á hliðarlínunni“
Næsta greinVitaleiðin er ný ferðaleið á Suðurlandi