Stokkseyri tapaði botnslagnum

Hrvoje Tokic skoraði fyrir Stokkseyri í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stokkseyri heimsótti Þorlák á Álftanesvöll í 5. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Fyrir leik voru liðin í neðstu sætum riðilsins og þurftu nauðsynlega á sigri að halda í kvöld.

Það var hart barist í fyrri hálfleik og heimamennirnir urðu fyrri til að skora. Þorlákur komst yfir á 21. mínútu en markahrókurinn Hrvoje Tokic jafnaði metin á 43. mínútu og staðan var 1-1 í hálfleik.

Það var allt í járnum í seinni hálfleiknum og stefndi í jafntefli en þremur mínútum fyrir leikslok náðu Þorláksmenn að skora og tryggja sér 2-1 sigur.

Stokkseyringar eru nú á botni B-riðils með 3 stig en Þorlákur lyfti sér upp í 6. sæti með 6 stig.

Fyrri greinÆgir áfram eftir framlengingu
Næsta grein„Rosa Lee er spegilmynd af fortíð minni“