Stokkseyri tapaði stórt

Stokkseyringar eru úr leik í bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir stórt tap gegn Skallagrími í Borgarnesi í 1. umferðinni í dag.

Skallagrímur komst yfir á 19. mínútu leiksins og í kjölfarið fylgdu þrjú mörk svo staðan var 4-0 í hálfleik.

Forskot heimamanna var orðið fimm mörk strax á 3. mínútu síðari hálfleiks og á 73. mínútu var staðan orðin 7-0. Stokkseyringar fengu svo á sig fjögur mörk á síðustu tíu mínútum leiksins og lokatölur urðu 11-0.

Bæði Stokkseyri og Skallagrímur leika í 4. deildinni en fyrsti leikur Stokkseyrar í deildinni er stórleikur gegn Hamri föstudaginn 22. maí.

Fyrri grein„Eina markmið dagsins var að sigra“
Næsta greinGrýlupottahlaup 4/2015 – Úrslit