Stokkseyri tapaði í markaveislu

Stokkseyringar hófu leik í 4. deild karla í knattspyrnu í kvöld þegar Mídas kom í heimsókn á Stokkseyrarvöll.

Þórhallur Aron Másson kom Stokkseyri yfir strax á 5. mínútu en Mídas jafnaði metin á 21. mínútu. Eyþór Gunnarsson og Bergur Dan Gunnarsson bættu við mörkum fyrir Stokkseyri með stuttu millibili undir lok fyrri hálfleiks, en gestirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 3-2 í leikhléi.

Aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik þegar Mídasarmenn voru komnir marki yfir, en þeir skoruðu á 48. og 51. mínútu og staðan skyndilega orðin 3-4. Þrátt fyrir ágætar sóknir náðu Stokkseyringar ekki að svara fyrir sig, en Mídas bætti við tveimur mörkum um miðjan seinni hálfleikinn og sigraði að lokum 3-6.

Næsti leikur Stokkseyrar er stórleikur gegn Árborg á Selfossvelli næstkomandi miðvikudag.