Stokkseyri steinlá í Eyjum

Stokkseyri fékk 9-0 skell í Vestmannaeyjum í dag þegar liðið sótt KFS heim í 4. deild karla í knattspyrnu.

Stokkseyringar mættu til leiks með vængbrotið lið en töluvert var um forföll í hópnum vegna meiðsla og vinnu. Eyjamenn gengu á lagið, komust snemma í 2-0, en staðan var 3-0 í hálfleik.

Heimamenn bættu svo sex mörkum við í síðari hálfleik á meðan Stokkseyringar áttu verulega erfitt uppdráttar.

Stokkseyr er í 4. sæti B-riðils með 3 stig og mætir næst Augnabliki á Stokkseyrarvelli á fimmtudag í næstu viku.