Stokkseyri sigraði Afríku

Stokkseyri náði í sín fyrstu stig í Lengjubikar karla í knattspyrnu í vor þegar liðið fékk Afríku í heimsókn á Selfossvöll í dag. Lokatölur urðu 4-1.

Lúðvíg Árni Þórðarson og Almar Enok Ólafsson skoruðu fyrir Stokkseyri í fyrri hálfleik og staðan var 2-0 í leikhléi.

Afríka minnkaði muninn í 2-1 á 48. mínútu en Gunnar Valberg Pétursson breytti stöðunni í 3-1 á 70. mínútu og þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum skoraði Þórhallur Aron Másson fjórða og síðasta mark Stokkseyringa.

Stokkseyri er í 3. sæti riðils-5 í C-deildinni með 3 stig og mætir Árborg í næsta leik á Selfossvelli á föstudaginn.

Fyrri greinTíu Ægismenn sigruðu – KFR tapaði
Næsta greinLucy in Blue í 2. sæti