Stokkseyri og Árborg töpuðu

Stokkseyri og Árborg töpuðu leikjum sínum í 4. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stokkseyri lék heima gegn KFS en Árborg sótti KH heim.

Á Stokkseyri voru gestirnir mun sprækari í fyrri hálfleik og réðu lögum og lofum. KFS komst yfir strax á 13. mínútu en lengst af fyrri hálfleik voru Stokkseyringar voru í endalausum eltingaleik við gestina. KFS bætti öðru marki við á 43. mínútu og staðan var 0-2 í hálfleik.

Þriðja mark Eyjamanna kom á 50. mínútu en eftir það varð leikurinn þófkenndari enda sigur gestanna nánast í höfn. Bæði lið fengu þó færi á því að bæta við mörkum í síðari hálfleik en það var ekki fyrr en á 87. mínútu að Stokkseyringar komust á blað. Þórhallur Aron Másson skoraði þá stórglæsilegt skallamark eftir frábæra sendingu frá Erling Ævarr Gunnarssyni utan af hægri kantinum.

Lokatölur 1-3 og Stokkseyringar sitja í 7. sæti B-riðils með sex stig.

Árborg heimsótti KH sem situr í toppsæti D-riðils. Heimamenn komust yfir á 23. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. KH tvöfaldaði forskotið á 69. mínútu en Páll Óli Ólason minnkaði muninn í 2-1 á 80. mínútu. Þá kviknaði vonarneisti hjá Árborgurum en hann var slökktur aðeins tveimur mínútum síðar þegar KH fékk vítaspyrnu og úr henni skoruðu þeir þriðja mark sitt og síðasta mark leiksins, 3-1.

Árborg 6. sæti D-riðils með sex stig.

Fyrri greinEygló með 770 þúsund í mánaðarlaun
Næsta greinLaxveiðin ennþá dræm