Stokkseyri og Árborg kræktu í stig

Stokkseyri gerði 1-1 jafntefli við Mídas í 4. deild karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðin mættust í Reykjavík.g

Fyrri hálfleikur var markalaus en Guðmundur Aron Víðisson kom Stokkseyringum yfir á 60. mínútu. Heimamenn jöfnuðu metin þegar sex mínútur voru til leiksloka og fleiri urðu mörkin ekki.

Árborg heimsótti Skínanda í gærkvöldi og þar varð niðurstaðan markalaust jafntefli.

Stokkeyri er í 6. sæti B-riðils með 5 stig en Árborg er í 6. sæti D-riðils með 6 stig.

Fyrri greinFallegustu garðarnir verðlaunaðir
Næsta greinForeldrar greiði sama gjald fyrir dagforeldri og leikskóla