Stokkseyri náði í þrjú stig – Hamar tapaði

Stokkseyri vann sinn fyrsta sigur í C-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag. Hamar tapaði hins vegar stórt.

Stokkseyri mætti Vatnaliljunum í Fagralundi í Kópavogi og þar skoraði Elías Örn Arnarsson eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn.

Á Leiknisvelli mættust Hamar og Kormákur/Hvöt í skrautlegum leik. Kormákur/Hvöt komst í 0-2 í fyrri hálfleik en Ágúst Örlaugur Magnússon minnkaði muninn í 1-2 úr vítaspyrnu á 60. mínútu. Þá tók við fimmtán mínútna kafli þar sem Kormákur/Hvöt skoraði þrjú mörk og gerði út um leikinn. Lokatölur 1-5.

Hamar lauk keppni í 4. sæti riðilsins með 6 stig en Stokkseyringar sitja í botnsætinu með 4 stig.