Stokkseyri gaf eftir í seinni hálfleik

Stokkseyringar luku keppni í Lengjubikar karla í knattspyrnu á þessu vori með 0-3 tapi gegn Þrótti Vogum á Selfossvelli í dag.

Fyrri hálfleikur var markalaus en Þróttarar voru sterkari í síðari hálfleik og skoruðu þrjú mörk.

Stokkseyri lauk keppni í 5. sæti síns riðils með þrjú stig, en liðið vann einn leik í riðlinum, gegn botnliði Afríku.

Fyrri greinGlussi lak af rútu við Geysi
Næsta greinGrýlupottahlaup 3/2013 – Úrslit