Stokkseyri fékk Elliðaskell

Stokkseyringar gerðu ekki góða ferð í Árbæinn í kvöld þar sem þeim mættu frísku liði Elliða í B-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu.

Skemmst er frá því að segja að Elliði skellti Stokkseyri 8-0 og fór upp fyrir þá á stigatöflunni. Staðan var 4-0 í hálfleik.

Stokkseyri hefur nú 10 stig í 8. sæti riðilsins en Elliði er með 12 stig í 7. sæti.

Fyrri greinElvar afgreiddi Gróttu
Næsta greinUpprættu kannabisræktun í Þorlákshöfn