Stokkseyrarvörnin raknaði upp

Þórhallur Aron Másson, fyrirliði Stokkseyrar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stokkseyri mætti Álafossi í Mosfellsbæ í C-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur urðu 4-1.

Heimamenn komust yfir á 29. mínútu en rétt fyrir hálfleik jafnaði Þórhallur Aron Másson metin fyrir Stokkseyri og staðan var 1-1 í leikhléi.

Stokkseyrarvörnin raknaði upp í byrjun seinni hálfleiks og fengu þeir á sig tvö mörk á fyrstu tíu mínútunum. Álafoss bætti svo við fjórða markinu á 83. mínútu og þar við sat.

Stokkseyri er í 6. sæti C-riðilsins með 9 stig en Álafoss er með 13 stig í 4. sæti.

Fyrri greinSkjálfti í Torfajökulsöskjunni
Næsta greinAnnríki hjá björgunarsveitum í dag