Stockton í liði ársins

Blake Stockton, miðvörður Selfossliðsins, var valin í lið ársins í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu en úrslitin voru tilkynnt í hádeginu.

Stockton var frábær í vörninni hjá Selfyssingum í sumar, sérstaklega þegar leið á tímabilið auk þess sem hún skoraði nokkur mikilvæg mörk.

Þá voru stuðningsmenn Selfoss valdir bestu stuðningsmennirnir en Selfyssingar voru duglegir að mæta á völlinn og styðja sitt lið til dáða. Margir fylgdu liðinu einnig á útileiki.

LIÐ ÁRSINS 2014 – UPPSTILLING 4-4-2

Markvörður:
Sandra Sigurðardóttir (Stjarnan)

Varnarmenn:
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA), Glódís Perla Viggósdóttir (Stjarnan), Anna Björk Kristjánsdóttir (Stjarnan), Blake Stockton (Selfoss)

Miðjumenn:
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik), Sigrún Ella Einarsdóttir (Stjarnan), Rakel Hönnudóttir (Breiðablik), Kayla Grimsley (Þór/KA)

Framherjar:
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan) og Helen Lynskey (Afturelding)

Besti leikmaður: Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)

Besti þjálfari: Ólafur Þór Guðbjörnsson (Stjarnan)

Bestu stuðningsmenn: Selfoss

Dómari: Bríet Bragadóttir

Fyrri greinEkið á kyrrstæðan bíl við Mátt
Næsta greinNýr geisladiskur og frítt í jóga