Stóðu sig vel á stökkfimimóti

Norðurálsmótið í Stökkfimi fór fram þann 6. apríl á Akranesi en mótið var í umsjá FIMA. Keppendur frá Umf. Stokkseyrar og Íþf. Hamri fóru margoft á verðlaunapall.

Mótinu var skipt í þrjá hluta eftir aldri keppenda. Alls mættu um 160 keppendur frá átta félögum. Keppt var í dýnu- og trampólínstökkum og gefin verðlaun fyrir samanlagðan árangur. Keppendur frá Hamri og Stokkseyri stóðu sig allir með stakri prýði.

Sunnlendingar áttu marga á palli en frá Hamri voru þrír einstaklingar sem fengu silfurverðlaun í sínum flokki, það voru þau Eyjólfur Örn Höskuldsson, Kolbrún Marín Wolfram og Kristín Lára Hauksdóttir.

Frá Umf. Stokkseyrar unnu þau Erika Ósk Júlíusdóttir, Tryggvi Rúnar Kristinsson og Jónína Sif Harðardóttir til gullverðlauna í sínum flokki. Viktoría Rós Jóhannsdóttir vann til silfurverðlauna og þær Vanda Jónasardóttir, Hjördís Rún Gísladóttir og Helga Margrét Margrétardóttir unnu til bronsverðlauna.

Allir keppendur sem tóku þátt í mótinu fengu þátttökupening, buff og páskaegg.


Kolbrún Marín, Guðrún Árný, Nína Þöll og Kristín Lára, Hamri.


Thelma Rakel, Sigrún Tinna, Margrét, Móheiður, Kolbrún og Eyjólfur Örn


Tryggvi Rúnar, Óskar Atli, Sunna M., Iðunn Freyja, Petra Lind og Erika Ósk frá Stokkseyri


Vanda Jónasardóttir frá Stokkseyri.


Hanna Tara og Aníta Sif frá Hamri.

Fyrri greinSvanhvít í 1. sæti á T-listanum
Næsta greinHvernig á að búa til möndlumjólk?