Stóðhestaveisla í Ölfushöllinni

Stóðhestarnir Spuni frá Vesturkoti og Álfur frá Selfossi verða meðal helstu stórstjarna í Stóðhestaveislu í Ölfushöllinni í kvöld en þar hefur öllum helstu gæðingum landsins verið stefnt saman.

Fram koma á fjórða tug stóðhesta og afkvæmi þeirra.

Sýningin hefst kl. 20 en hægt verður að kaupa happdrættismiða á staðnum og í verðlaun eru á annað hundrað folatollar og hestaferð á Löngufjörur, svo eitthvað sé nefnt. Allur ágóði rennur til LAUF, Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki.

Ungfolasýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands fer fram í Ölfushöllinni í dag og hófst kl. 13.

Fyrri greinEkkert pláss fyrir áhöld til íþróttakennslu
Næsta greinHarður árekstur á Austurveginum