Stóðhestasýning á Selfossi í apríl

Í tengslum við útgáfu stóðhestablaðs Eiðfaxa mun Eiðfaxi ásamt Hestamannafélaginu Sleipni standa fyrir stóðhestadegi á Brávöllum á Selfossi laugardaginn 28. apríl nk.

Allir þeir hestar sem eru með í stóðhestablaði Eiðfaxa eiga rétt til þátttöku á hátíðinni en þar mun fara fram kynning á ungum sem eldri stóðhestum á beinni braut, í anda sýninga stóðhestastöðvarinnar Gunnarsholts forðum, að því er fram kemur á vef Eiðfaxa.

Einnig verður boðið upp á afkvæmahópa og ræktunarbússsýningar.

Aðgangur verður ókeypis.