Stjarnan skein á Selfossi

Tryggvi Sigurberg Traustason skorar eitt af fimm mörkum sínum í kvöld. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen

Selfyssingar fengu Stjörnuna í heimsókn í úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld. Gestirnir reyndust sterkari í hörkuleik og sigruðu 33-36.

Selfoss byrjaði betur í leiknum og náði þriggja marka forskoti um miðjan fyrri hálfleikinn. Stjörnumenn tóku hins vegar leikinn yfir seinna korterið, jöfnuðu metin og rúmlega það en staðan var 14-16 í hálfleik.

Það var allt í járnum í seinni hálfleik. Selfyssingum tókst tvívegis að jafna metin en Stjarnan hafði frumkvæðið og á lokakaflanum náðu þeir fimm marka forskoti sem Selfyssingum tókst ekki að brúa.

Hannes Höskuldsson var markahæstur Selfyssinga með 11/3 mörk, Valdimar Örn Ingarsson skoraði 6, Tryggvi Sigurberg Traustason 5, Haukur Páll Hallgrímsson og Jason Dagur Þórisson 4, Jónas Karl Gunnlaugsson 2 og Elvar Elí Hallgrímsson 1. Alexander Hrafnkelsson varði 9/2 skot í marki Selfoss og Philipp Seidemann 1.

Selfoss er í 7. sæti deildarinnar með 5 stig en Stjarnan fór upp í 3. sætið með 7 stig.

Fyrri greinMalbikað á Heiðinni á morgun
Næsta greinSelfyssingar komnir á blað