Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu

Halldór Garðar Hermannsson, leikmaður Þórs. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Þór Þorlákshöfn þurfti að lúta í lægra haldi þegar Stjarnan kom í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld.
Gestirnir leiddu frá fyrstu mínútu en Þórsarar fylgdu þeim eins og skugginn í fyrri hálfleik. Staðan í leikhléi var 45-51 en í seinni hálfleik fór munurinn að aukast og varð mestur 25 stig í upphafi 4. leikhluta. Lokatölur urðu 79-98.
Eftir leikinn eru Þórsarar ennþá í 6. sæti deildarinnar með 16 stig en Stjarnan er í 3. sæti með 24 stig.
Tölfræði Þórs: Nikolas Tomsick 19/8 fráköst, Kinu Rochford 18/16 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 17/5 stoðsendingar, Jaka Brodnik 12, Davíð Arnar Ágústsson 5, Styrmir Snær Þrastarson 4, Ragnar Örn Bragason 2, Emil Karel Einarsson 2.
Fyrri greinSundlaugum lokað vegna kulda
Næsta greinÁbyrg ferðahegðun