Stigaveisla í Suðurlandsslagnum

Hamarsmenn fagna. Mynd úr safni. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Hamar vann stórsigur á Hrunamönnum í 1. deild karla í körfubolta, þegar liðin mættust í Hveragerði í kvöld. Alls voru 224 stig skoruð í leiknum.

Hamarsmenn voru sterkari allan tímann og voru þeir komnir með ótrúlegt forskot í hálfleik, 74-47. Munurinn var minni í seinni hálfleik en stigaveislan hélt áfram og að loknum 3. leikhluta var staðan orðin 106-78. Hvergerðingar slógu lítið af í síðasta fjórðungnum og sigruðu að lokum 132-92.

Ruud Lutterman var öflugur hjá Hamri með 30 stig og 9 fráköst, Michael Philips skoraði 28 og tók 11 fráköst, Jose Aldana skoraði 21 stig og sendi 12 stoðsendingar, Pálmi Geir Jónsson skoraði 20 stig, Ragnar Ragnarsson 14 og Steinar Snær Guðmundsson 10.

Hjá Hrunamönnum fór Karlo Lebo á kostum, hann skoraði 38 stig og tók 11 fráköst. Corey Taite skoraði 33 stig og Eyþór Orri Árnason 10.

Hamarsmenn eru í toppsæti deildarinnar með 10 stig að loknum sex leikjum en Hrunamenn eru í 8. sæti með 4 stig.

Fyrri greinEkkert COVID-19 smit á Suðurlandi
Næsta greinAllt í járnum á Selfossi